5. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. júní 2018 kl. 12:00


Mættir:

Guðjón S. Brjánsson (GBr) formaður, kl. 12:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 12:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 12:05
Inga Sæland (IngS), kl. 12:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 12:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 12:00

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Bókað:

1) Undirbúningur undir ársfund Vestnorræna ráðsins Kl. 12:00
Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, kynnti undirbúning undir ársfund ráðsins í Færeyjum. Íslandsdeild ræddi ályktunartillögu Ásmundar Friðrikssonar um vestnorrænt samstarf á vettvangi íþrótta. Ákveðið var að fela Ásmundi að móta orðalag ályktunartillögunnar.

2) Þemaráðstefna 2019 Kl. 12:45
Íslandsdeild ákvað að leggja til að halda þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins í Reykjavík þann 30. janúar 2019, undir þemanu Staða vestnorrænna landa í nýjum veruleika alþjóðastjórnmálanna.

3) Önnur mál Kl. 12:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:00